Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 21:31 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Einar Fæðingartíðni á Íslandi hefur aldrei verið lægri og þingmaður segir fólk hér á landi þurfa að fjölga sér meira. Hann kallar eftir umræðu og vill að stjórnvöld ráðist í aðgerðir. Fæðingartíðni á Íslandi er nú 1,56 börn á konu, og hefur hún aldrei verið lægri síðan mælingar hófust um miðja nítjándu öld. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu, en Ísland hefur ekki verið yfir þá tölu síðan árið 2012. Lága fæðingartíðni má ekki eingöngu sjá á Íslandi. Allar Norðurlandaþjóðirnar er undir viðmiðinu, Finnar neðst með 1,26 barn á hverja konu. Í raun er ekkert Evrópuland yfir viðmiðinu. Fæðingartíðni í flestum ríkjum heims fer lækkandi en í mörgum þeirra var hún fyrir hærri en viðmiðið og því ekki komin niður fyrir það. Fólk hafi ekki kraft í að eignast börn Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir það gríðarlega mikilvægt að fólk á Íslandi fari að eignast fleiri börn. „Þetta er grundvallar kerfislægt vandamál sem byggir á einhverjum djúpum, andlegum vanda á Íslandi. Sem er sá að fólk hefur ekki nægan kraft og þrótt til að hugsa: „Heyrðu, auðvitað fer ég að fjölga mér“, sem er það erfiðasta sem maður gerir og stóra áskorunin í lífi hvers og eins. Og stóra kraftaverkið á sama tíma,“ segir Snorri. Lág fæðingartíðni getur skapað mörg vandamál til lengri tíma. „Ef við ýtum því til hliðar að þetta gefi okkur til kynna að ungt fólk hafi ekki trú á framtíðinni og sjálfu sér og horfum bara á kerfislegu þættina, hvaða áhrif þetta hefur á samfélög. Að aldurspíramídinn sé kominn í svona mikla bjögun, þá er það risa kerfislegt vandamál. Í sambandi við velferðarkerfið og að halda uppi öllum kerfum,“ segir Snorri. Innflutt vinnuafl eingöngu plástur Hann kallar eftir því að stjórnvöld viðurkenni að þetta sé vandamál. Staðan sé orðin grafalvarleg og innflutt vinnuafl sé eingöngu plástur sem dugi skammt. „Ég held að fólk hugsi þá lausn ekki alveg til enda. Það er ekki án vandkvæða að leysa öll sín vandamál með innfluttu vinnuafli. Auðvitað leysir það ákveðin verkefni um ákveðinn tíma. En þegar kemur að því halda til lengri tíma í grundvallar samfélagslega samheldni á meðal þjóðarinnar, þá held ég að það sé ekki áhugi neins að við Íslendingar verðum hér til helminga á móti fólki sem er komið hingað til að vinna,“ segir Snorri. Fólk komi hingað á misjöfnum forsendum, sumir til að setjast að en aðrir koma og fara. „Sem lausn er þetta slík skammsýni að mér finnst hún vítaverð hjá stjórnmálamönnum. Því miður finnst mér hún ráðandi. Að þetta leysi sig sjálft og þetta snúist um að halda hagvexti meira og minna í lagi núna,“ segir Snorri. Hundaflauta eða raunverulegt vandamál? Áhyggjur vegna lækkandi fæðingartíðni hafa oft verið sagðar svokölluð hundaflauta frá þeim sem hafa áhyggjur af því að með fjöldaflutningum fólks frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu og Bandaríkjanna, sé verið að skipta þeim sem eru hvítir á hörund út fyrir fólk frá öðrum menningarheimum. Þannig séu þeir sem kalla eftir hækkandi fæðingartíðni að reyna að koma í veg fyrir það að fólk frá öðrum ríkjum taki yfir þeirra land. Hvað segir þú við það fólk sem sakar þig um þjóðernishyggju? „Ég átta mig alveg í hvaða skotgröfum það fólk er fast. Ég bara hafna algjörlega forsendunum. Ég lýsi því sem fyrir augu ber. Við erum í stórfelldum vandræðum. Við erum að fara sömu leið og aðrar þjóðir, við héldumst aðeins betur en nú erum við að fara sömu leið. Það hringir öllum viðvörunarbjöllum fyrir mig. Mín ábyrgð er gagnvart Íslendingum og gagnvart því að fólk hafi trú á að það geti búið börnum sínum hérna betra líf og eignast börn yfirleitt. Upphrópanir eru kannski frá aðgerðarleysissinnum. Ég segi ekki að þeir vilji óbreytt ástand, en ef hlustað er á þá. Þá verður óbreytt ástand,“ segir Snorri. Gerir athugasemd við fyrirsögn mbl.is Snorri flutti ræðu á þingi fyrir helgi þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af fæðingartíðninni. Í kjölfar birti mbl.is frétt með fyrirsögninni „Segir innfædda Íslendinga ekki eignast nógu mörg börn“ og var Snorri gagnrýndur verulega í kjölfarið. Hann segir mbl.is hafa dregið þá ályktun að hann vilji eingöngu að innfæddir Íslendingar fjölgi sér, sem sé ekki rétt. „Ég tók heildarfæðingartíðnina og prófaði að beita henni á hóp Íslendinga sem eru sirka 330 þúsund manns. Ég setti þetta svona fram í ljósi þess, eins og ég segi í ræðunni, að það er einfaldlega handhægt tölfræðilega, enda óljóst hve stór hluti af innflytjendum endar á að setjast að. Því þau eru ekki Íslendingar í vissum skilningi,“ segir Snorri. Breytt fyrirkomulag varðandi fæðingarorlof, algjör endurskipulagning í leikskólamálum og skattaafsláttur til foreldra væru mögulegar lausnir. „Auðvitað í orði kveðnu lýsir fólk því yfir að það vilji hjálpa með þetta. En mér finnst ekki hafa verið tónn frá ríkisstjórninni um að þetta sé sérstakt áherslumál. Kannski er það í ljósi þessarar undarlegu viðkvæmni sem ríkir í kringum þessa umræðu. Ég er alveg laus við þetta og skil alveg að fólk sé með upphrópanir, en ég ítreka að þetta á að vera forgangsmál númer eitt hjá Íslendingum og stjórnvöldum, að við eignumst fleiri börn,“ segir Snorri. Frjósemi Börn og uppeldi Miðflokkurinn Mannfjöldi Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Fæðingartíðni á Íslandi er nú 1,56 börn á konu, og hefur hún aldrei verið lægri síðan mælingar hófust um miðja nítjándu öld. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu, en Ísland hefur ekki verið yfir þá tölu síðan árið 2012. Lága fæðingartíðni má ekki eingöngu sjá á Íslandi. Allar Norðurlandaþjóðirnar er undir viðmiðinu, Finnar neðst með 1,26 barn á hverja konu. Í raun er ekkert Evrópuland yfir viðmiðinu. Fæðingartíðni í flestum ríkjum heims fer lækkandi en í mörgum þeirra var hún fyrir hærri en viðmiðið og því ekki komin niður fyrir það. Fólk hafi ekki kraft í að eignast börn Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir það gríðarlega mikilvægt að fólk á Íslandi fari að eignast fleiri börn. „Þetta er grundvallar kerfislægt vandamál sem byggir á einhverjum djúpum, andlegum vanda á Íslandi. Sem er sá að fólk hefur ekki nægan kraft og þrótt til að hugsa: „Heyrðu, auðvitað fer ég að fjölga mér“, sem er það erfiðasta sem maður gerir og stóra áskorunin í lífi hvers og eins. Og stóra kraftaverkið á sama tíma,“ segir Snorri. Lág fæðingartíðni getur skapað mörg vandamál til lengri tíma. „Ef við ýtum því til hliðar að þetta gefi okkur til kynna að ungt fólk hafi ekki trú á framtíðinni og sjálfu sér og horfum bara á kerfislegu þættina, hvaða áhrif þetta hefur á samfélög. Að aldurspíramídinn sé kominn í svona mikla bjögun, þá er það risa kerfislegt vandamál. Í sambandi við velferðarkerfið og að halda uppi öllum kerfum,“ segir Snorri. Innflutt vinnuafl eingöngu plástur Hann kallar eftir því að stjórnvöld viðurkenni að þetta sé vandamál. Staðan sé orðin grafalvarleg og innflutt vinnuafl sé eingöngu plástur sem dugi skammt. „Ég held að fólk hugsi þá lausn ekki alveg til enda. Það er ekki án vandkvæða að leysa öll sín vandamál með innfluttu vinnuafli. Auðvitað leysir það ákveðin verkefni um ákveðinn tíma. En þegar kemur að því halda til lengri tíma í grundvallar samfélagslega samheldni á meðal þjóðarinnar, þá held ég að það sé ekki áhugi neins að við Íslendingar verðum hér til helminga á móti fólki sem er komið hingað til að vinna,“ segir Snorri. Fólk komi hingað á misjöfnum forsendum, sumir til að setjast að en aðrir koma og fara. „Sem lausn er þetta slík skammsýni að mér finnst hún vítaverð hjá stjórnmálamönnum. Því miður finnst mér hún ráðandi. Að þetta leysi sig sjálft og þetta snúist um að halda hagvexti meira og minna í lagi núna,“ segir Snorri. Hundaflauta eða raunverulegt vandamál? Áhyggjur vegna lækkandi fæðingartíðni hafa oft verið sagðar svokölluð hundaflauta frá þeim sem hafa áhyggjur af því að með fjöldaflutningum fólks frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu og Bandaríkjanna, sé verið að skipta þeim sem eru hvítir á hörund út fyrir fólk frá öðrum menningarheimum. Þannig séu þeir sem kalla eftir hækkandi fæðingartíðni að reyna að koma í veg fyrir það að fólk frá öðrum ríkjum taki yfir þeirra land. Hvað segir þú við það fólk sem sakar þig um þjóðernishyggju? „Ég átta mig alveg í hvaða skotgröfum það fólk er fast. Ég bara hafna algjörlega forsendunum. Ég lýsi því sem fyrir augu ber. Við erum í stórfelldum vandræðum. Við erum að fara sömu leið og aðrar þjóðir, við héldumst aðeins betur en nú erum við að fara sömu leið. Það hringir öllum viðvörunarbjöllum fyrir mig. Mín ábyrgð er gagnvart Íslendingum og gagnvart því að fólk hafi trú á að það geti búið börnum sínum hérna betra líf og eignast börn yfirleitt. Upphrópanir eru kannski frá aðgerðarleysissinnum. Ég segi ekki að þeir vilji óbreytt ástand, en ef hlustað er á þá. Þá verður óbreytt ástand,“ segir Snorri. Gerir athugasemd við fyrirsögn mbl.is Snorri flutti ræðu á þingi fyrir helgi þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af fæðingartíðninni. Í kjölfar birti mbl.is frétt með fyrirsögninni „Segir innfædda Íslendinga ekki eignast nógu mörg börn“ og var Snorri gagnrýndur verulega í kjölfarið. Hann segir mbl.is hafa dregið þá ályktun að hann vilji eingöngu að innfæddir Íslendingar fjölgi sér, sem sé ekki rétt. „Ég tók heildarfæðingartíðnina og prófaði að beita henni á hóp Íslendinga sem eru sirka 330 þúsund manns. Ég setti þetta svona fram í ljósi þess, eins og ég segi í ræðunni, að það er einfaldlega handhægt tölfræðilega, enda óljóst hve stór hluti af innflytjendum endar á að setjast að. Því þau eru ekki Íslendingar í vissum skilningi,“ segir Snorri. Breytt fyrirkomulag varðandi fæðingarorlof, algjör endurskipulagning í leikskólamálum og skattaafsláttur til foreldra væru mögulegar lausnir. „Auðvitað í orði kveðnu lýsir fólk því yfir að það vilji hjálpa með þetta. En mér finnst ekki hafa verið tónn frá ríkisstjórninni um að þetta sé sérstakt áherslumál. Kannski er það í ljósi þessarar undarlegu viðkvæmni sem ríkir í kringum þessa umræðu. Ég er alveg laus við þetta og skil alveg að fólk sé með upphrópanir, en ég ítreka að þetta á að vera forgangsmál númer eitt hjá Íslendingum og stjórnvöldum, að við eignumst fleiri börn,“ segir Snorri.
Frjósemi Börn og uppeldi Miðflokkurinn Mannfjöldi Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira