Fótbolti

Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsi­legu auka­spyrnu­marki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni. Það var af dýrari gerðinni.
Skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni. Það var af dýrari gerðinni. Norrköping

Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Norrköping í 1-1 jafntefli gegn toppliði Mjällby í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ísak Andri Sigurgeirsson. Báðir spiluðu allan leikinn, Arnór Ingvi á miðri miðjunni og Ísak Andri á vinstri vængnum.

Eftir að lenda undir í fyrri hálfleik jafnaði Arnór Ingvi metin þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma með marki beint úr aukaspyrnu. Sjón er sögu ríkari. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1.

Að loknum 11 leikjum er Norrköping með 14 stig í 9. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×