„Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 22:20 Lovísa Thompson skoraði fimm mörk í kvöld. Vísir/Ernir „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja,“ sagði Lovísa Thompson, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í kvöld. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn