Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar 27. maí 2025 09:30 Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar