Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 08:46 Billie Eilish vann til flestra verðlauna á AMA-hátíðinni en Beyonce og SZA komust líka á blað. Jennifer Lopez var kynnir og Janet Jackson var heiðruð. Getty Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár. Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira