Margrét Hauksdóttir er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 07:46 Margrét Hauksdóttir er látin, sjötíu ára að aldri. Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn. Greint er frá andláti Margrétar í Morgunblaði dagsins í dag. Margrét fæddist í Reykjavík þann 3. apríl 1955. Foreldrar hennar voru Jón Haukur Gíslason, bóndi á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, og Sigurbjörg Geirsdóttir húsfreyja. Margrét ólst upp á Stóru-Reykjum, gekk í Þingborgarskóla, sem var barnaskóli sveitarinnar, og síðan í Gagnfræðaskólann á Selfossi. Eftir að skólagöngu lauk á Selfossi fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Ævistarf Margrétar vann ýmiss konar þjónustu- og umönnunarstörf á Selfossi og í Reykjavík á fyrri árum og fylgdi síðar eiginmanni sínum í embættisstörfum hans. Margrét og Guðni héldu heimili bæði á Selfossi og í Reykjavík. Þau festu kaup á íbúð í miðbæ Selfoss og bjuggu þar síðustu ár, en voru nýlega flutt aftur til Reykjavíkur þegar hún lést. Margrét hélt miklu ástfóstri við heimahagana í Flóanum og höfðu þau hjónin komið sér vel fyrir í sumarhúsi á „Engjunum“ þar sem hún átti unaðsreit með fólkinu sínu. Eftirlifandi eiginmaður Margrétar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra. Dætur þeirra eru: Brynja, f. 7. mars 1973, gift Auðuni Sólberg Valssyni, börn þeirra eru Guðni Valur, Salka Margrét og Óliver Tumi; Agnes, f. 20. nóvember 1976, börn hennar eru Freyja og Snorri, faðir þeirra er Guðni Vilberg Björnsson; Sigurbjörg (Sirra), f. 15. apríl 1984, gift Arnari Þór Úlfarssyni, börn þeirra eru Eva, Eik og andvana fæddir tvíburadrengir. Systkini Margrétar eru María Ingibjörg Hauksdóttir, Gerður Hauksdóttir, Gísli Hauksson, Vigdís Hauksdóttir og Hróðný Hanna Hauksdóttir. Andlát Árborg Framsóknarflokkurinn Flóahreppur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Greint er frá andláti Margrétar í Morgunblaði dagsins í dag. Margrét fæddist í Reykjavík þann 3. apríl 1955. Foreldrar hennar voru Jón Haukur Gíslason, bóndi á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, og Sigurbjörg Geirsdóttir húsfreyja. Margrét ólst upp á Stóru-Reykjum, gekk í Þingborgarskóla, sem var barnaskóli sveitarinnar, og síðan í Gagnfræðaskólann á Selfossi. Eftir að skólagöngu lauk á Selfossi fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Ævistarf Margrétar vann ýmiss konar þjónustu- og umönnunarstörf á Selfossi og í Reykjavík á fyrri árum og fylgdi síðar eiginmanni sínum í embættisstörfum hans. Margrét og Guðni héldu heimili bæði á Selfossi og í Reykjavík. Þau festu kaup á íbúð í miðbæ Selfoss og bjuggu þar síðustu ár, en voru nýlega flutt aftur til Reykjavíkur þegar hún lést. Margrét hélt miklu ástfóstri við heimahagana í Flóanum og höfðu þau hjónin komið sér vel fyrir í sumarhúsi á „Engjunum“ þar sem hún átti unaðsreit með fólkinu sínu. Eftirlifandi eiginmaður Margrétar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra. Dætur þeirra eru: Brynja, f. 7. mars 1973, gift Auðuni Sólberg Valssyni, börn þeirra eru Guðni Valur, Salka Margrét og Óliver Tumi; Agnes, f. 20. nóvember 1976, börn hennar eru Freyja og Snorri, faðir þeirra er Guðni Vilberg Björnsson; Sigurbjörg (Sirra), f. 15. apríl 1984, gift Arnari Þór Úlfarssyni, börn þeirra eru Eva, Eik og andvana fæddir tvíburadrengir. Systkini Margrétar eru María Ingibjörg Hauksdóttir, Gerður Hauksdóttir, Gísli Hauksson, Vigdís Hauksdóttir og Hróðný Hanna Hauksdóttir.
Andlát Árborg Framsóknarflokkurinn Flóahreppur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira