Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 14:30 Nicolo Zaniolo er leikmaður Fiorentina og sést hér í leik gegn Roma fyrr á tímabilinu. Hann var áhorfandi á leik unglingaliðanna í gærkvöldi og fór inn í klefa Roma eftir leik. Silvia Lore/Getty Images Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið. Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira