Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2025 07:33 Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku, segir Auður nú halda inn á húsnæðislánamarkað með lægstu húsnæðislánavexti sem séu í boði meðal sambærilegra lána. Vísir Auður, fjármálaþjónusta Kviku fyrir sparnaðarreikninga, hefur nú innreið sína á húsnæðislánamarkað og mun opna þessa nýju þjónustu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Þar segir að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Segir að áhersla verði lögð á einfaldleika og gagnsæi, hagstæð kjör og að styðja við eignamyndum fasteignaeigenda. „Frá og með deginum í dag mun Auður bjóða upp á hagstæð óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag. Mikil áhersla er lögð á gagnsæi við ákvörðun vaxta en vextir munu fylgja þróun stýrivaxta Seðlabanka Íslands að viðbættu föstu vaxtaálagi til þriggja ára í senn. Tvær leiðir í boði og ekkert uppgreiðslugjald Boðið verður upp á tvenns konar óverðtryggð húsnæðislán. Annars vegar lán sem henta þeim sem vilja hraðari eignamyndun og hins vegar þeim sem kjósa tímabundið léttari greiðslubyrði. Hægt verður að skipta um leið, til dæmis ef aðstæður fólks breytast eða vextir taka að lækka. Á vef Auðar verður hægt að fylgjast vel með þróun eignamyndunar í húsnæðinu eftir því sem lánið er greitt niður. Ekkert uppgreiðslugjald verður af lánum Auðar,“ segir í tilkynningunni. Velgengni og árangur Haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að Auður hafi komið inn á markaðinn á sínum tíma með hæstu sparnaðarvexti sem hafi verið í boði fyrir almenning. „Nú fer Auður inn á húsnæðislánamarkað með lægstu húsnæðislánavexti sem eru í boði meðal sambærilegra lána. Velgengni og árangur Auðar síðustu ára hefur meðal annars leitt af sér að við getum nú veitt húsnæðislán á hagstæðum kjörum. Við viljum hjálpa fólki að eignast meira í húsnæðinu sínu og bjóðum því einungis upp á óverðtryggð lán með ákveðnum sveigjanleika. Þetta er fyrsta tegund lána sem Auður mun bjóða og við bindum vonir við að fólk í fasteigna- eða endurfjármögnunarhugleiðingum taki þessari nýjung vel,“ segir Ármann. Um Auði segir að með þjónustunni hafi frá upphafi verið lögð áhersla á að veita einfalda fjármálaþjónustu einungis á netinu og með litla yfirbyggingu en með því sé kostnaði haldið í lágmarki og svigrúm nýtt til að bjóða viðskiptavinum betri kjör. „Viðskiptavinir með sparnaðarreikninga hjá Auði eru nú vel yfir 50.000 og staða innlána rauf 100 milljarða múrinn á fimm ára afmæli Auðar í fyrra. Það hefur munað um áhrif Auðar á samkeppni á íslenskum innlánamarkaði en munurinn á innlánavöxtum og stýrivöxtum Seðlabankans minnkaði verulega eftir að Kvika hóf að bjóða uppá þjónustu Auðar. Uppsafnaður ábati almennings af hærri innlánsvöxtum vegna aukinnar samkeppni hefur verið áætlaður um 30 milljarðar króna frá stofnun Auðar,“ segir í tilkynningunni. Kvika banki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Þar segir að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Segir að áhersla verði lögð á einfaldleika og gagnsæi, hagstæð kjör og að styðja við eignamyndum fasteignaeigenda. „Frá og með deginum í dag mun Auður bjóða upp á hagstæð óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag. Mikil áhersla er lögð á gagnsæi við ákvörðun vaxta en vextir munu fylgja þróun stýrivaxta Seðlabanka Íslands að viðbættu föstu vaxtaálagi til þriggja ára í senn. Tvær leiðir í boði og ekkert uppgreiðslugjald Boðið verður upp á tvenns konar óverðtryggð húsnæðislán. Annars vegar lán sem henta þeim sem vilja hraðari eignamyndun og hins vegar þeim sem kjósa tímabundið léttari greiðslubyrði. Hægt verður að skipta um leið, til dæmis ef aðstæður fólks breytast eða vextir taka að lækka. Á vef Auðar verður hægt að fylgjast vel með þróun eignamyndunar í húsnæðinu eftir því sem lánið er greitt niður. Ekkert uppgreiðslugjald verður af lánum Auðar,“ segir í tilkynningunni. Velgengni og árangur Haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að Auður hafi komið inn á markaðinn á sínum tíma með hæstu sparnaðarvexti sem hafi verið í boði fyrir almenning. „Nú fer Auður inn á húsnæðislánamarkað með lægstu húsnæðislánavexti sem eru í boði meðal sambærilegra lána. Velgengni og árangur Auðar síðustu ára hefur meðal annars leitt af sér að við getum nú veitt húsnæðislán á hagstæðum kjörum. Við viljum hjálpa fólki að eignast meira í húsnæðinu sínu og bjóðum því einungis upp á óverðtryggð lán með ákveðnum sveigjanleika. Þetta er fyrsta tegund lána sem Auður mun bjóða og við bindum vonir við að fólk í fasteigna- eða endurfjármögnunarhugleiðingum taki þessari nýjung vel,“ segir Ármann. Um Auði segir að með þjónustunni hafi frá upphafi verið lögð áhersla á að veita einfalda fjármálaþjónustu einungis á netinu og með litla yfirbyggingu en með því sé kostnaði haldið í lágmarki og svigrúm nýtt til að bjóða viðskiptavinum betri kjör. „Viðskiptavinir með sparnaðarreikninga hjá Auði eru nú vel yfir 50.000 og staða innlána rauf 100 milljarða múrinn á fimm ára afmæli Auðar í fyrra. Það hefur munað um áhrif Auðar á samkeppni á íslenskum innlánamarkaði en munurinn á innlánavöxtum og stýrivöxtum Seðlabankans minnkaði verulega eftir að Kvika hóf að bjóða uppá þjónustu Auðar. Uppsafnaður ábati almennings af hærri innlánsvöxtum vegna aukinnar samkeppni hefur verið áætlaður um 30 milljarðar króna frá stofnun Auðar,“ segir í tilkynningunni.
Kvika banki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira