Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 10:37 Roda Verheyen, lögmaður perúska bóndans, ræddi við fréttamenn áður en dómstóllinn í Hamm kvað upp dóm sinn í morgun. AP/Bernd Thissen/dpa Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða. Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða.
Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11