Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2025 12:16 Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO funduðu í morgun. NATO Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. „Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
„Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52
Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28