Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2025 09:32 Gunnlaugur Jónsson ræðir við Sigurð Má Davíðsson sem vann A&B þættina með honum. Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka voru fjórir talsins, tæpur klukkutími að lengd hver. Gunnlaugur og aðstandendur þáttanna sátu á miklu efni sem rataði ekki í þættina og ákveðið var að nýta þá til hlaðvarpsgerðar. „Hugmyndin vaknar þegar við erum nánast að klára fyrsta þáttinn af A&B. Þá fæ ég hringingu frá Frey Árnasyni sem stjórnaði eftirvinnslunni þáttanna og klippararnir fengu eiginlega þessa hugmynd hvort ég ætti ekki að gera hlaðvarpsseríu í framhaldi af þáttunum. Það væru of margar sögur sem kæmust ekki að,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. „Ég var ekkert endilega á því en þegar við vorum að klára þættina bar ég þetta undir tvíburana. Þeir voru ekkert alltof hrifnir en báðu allavega um að þættirnir myndu heita eitthvað annað. Þá fór hugmyndin á annan stað og við útvíkkuðum þetta aðeins; þetta væru ekki bara Arnar og Bjarki heldur færi í aðrar áttir. Þá vaknar eiginlega þetta verkefni. Ég ákvað að taka fleiri og ný viðtöl. Upphaflega áttu þetta að vera fjórir þættir en urðu sex.“ Þættirnir bera nafnið Návígi líkt og hlaðvarpsþættir sem Gunnlaugur gerði fyrir Fótbolta.net 2018. Í raun er því um að ræða aðra þáttaröð af Návígi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Stöð 2 Sport og Tal. „Það voru mjög margar sögur sem komust ekki að. Við vorum með fjóra fimmtíu mínútna þætti og það er mjög margt sem maður hefði viljað sjá í sjónvarpi en er frábært að geta notað í hlaðvarpi. Þetta eru þematengdir þættir,“ segir Gunnlaugur og fer svo í innihald þáttanna sex. Sveitungi og vinur Gunnlaugs, Hjörtur Hjartarson, er meðstjórnandi Gunnlaugs í fyrstu fimm þáttunum. Gunnlaugur hefur gert fjölda þátta um íþróttir og tónlist, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. „Í fyrsta þættinum sem ég kalla Akranes eru Arnar og Bjarki í stóru hlutverki en við förum einnig út fyrir sviðið og tökum fyrir umhverfið sem þeir ólust upp í. Í öðrum og þriðja þættinum er Bjarki í aðalhlutverki. Við tökum atvinnumennskuna frá öllum hliðum. Í þáttum fjögur og fimm fáum við Gumma Ben með okkur og þá tökum við Arnar og Óskar Hrafn Þorvaldsson frá yngri flokkum, upp í meistaraflokk og þjálfun og gerum því góð skil. Ég tók nýtt viðtal við Óskar Hrafn sem við blöndum við viðtöl við Arnar og Bjarka því þetta er kafli sem komst ekki að í sjónvarpinu; þessi rosalegi slagur Breiðabliks og Víkings.“ Í sjötta og síðasta verður fjallað um gerð íþróttaefnis í sjónvarpi og fær Gunnlaugur til sín teymið sem vann A&B; áðurnefndan Frey Árnason, tökumanninn Sigurð Má Davíðsson og framleiðandann Garðar Örn Arnarson. Fyrsti þátturinn af Návígi fer í loftið á morgun og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Annar þátturinn kemur svo á miðvikudaginn og þættirnir verða vikulega nema hvað þættirnir með Arnar og Óskar Hrafn verða í sömu vikunni. Besta deild karla A&B Návígi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka voru fjórir talsins, tæpur klukkutími að lengd hver. Gunnlaugur og aðstandendur þáttanna sátu á miklu efni sem rataði ekki í þættina og ákveðið var að nýta þá til hlaðvarpsgerðar. „Hugmyndin vaknar þegar við erum nánast að klára fyrsta þáttinn af A&B. Þá fæ ég hringingu frá Frey Árnasyni sem stjórnaði eftirvinnslunni þáttanna og klippararnir fengu eiginlega þessa hugmynd hvort ég ætti ekki að gera hlaðvarpsseríu í framhaldi af þáttunum. Það væru of margar sögur sem kæmust ekki að,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. „Ég var ekkert endilega á því en þegar við vorum að klára þættina bar ég þetta undir tvíburana. Þeir voru ekkert alltof hrifnir en báðu allavega um að þættirnir myndu heita eitthvað annað. Þá fór hugmyndin á annan stað og við útvíkkuðum þetta aðeins; þetta væru ekki bara Arnar og Bjarki heldur færi í aðrar áttir. Þá vaknar eiginlega þetta verkefni. Ég ákvað að taka fleiri og ný viðtöl. Upphaflega áttu þetta að vera fjórir þættir en urðu sex.“ Þættirnir bera nafnið Návígi líkt og hlaðvarpsþættir sem Gunnlaugur gerði fyrir Fótbolta.net 2018. Í raun er því um að ræða aðra þáttaröð af Návígi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Stöð 2 Sport og Tal. „Það voru mjög margar sögur sem komust ekki að. Við vorum með fjóra fimmtíu mínútna þætti og það er mjög margt sem maður hefði viljað sjá í sjónvarpi en er frábært að geta notað í hlaðvarpi. Þetta eru þematengdir þættir,“ segir Gunnlaugur og fer svo í innihald þáttanna sex. Sveitungi og vinur Gunnlaugs, Hjörtur Hjartarson, er meðstjórnandi Gunnlaugs í fyrstu fimm þáttunum. Gunnlaugur hefur gert fjölda þátta um íþróttir og tónlist, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. „Í fyrsta þættinum sem ég kalla Akranes eru Arnar og Bjarki í stóru hlutverki en við förum einnig út fyrir sviðið og tökum fyrir umhverfið sem þeir ólust upp í. Í öðrum og þriðja þættinum er Bjarki í aðalhlutverki. Við tökum atvinnumennskuna frá öllum hliðum. Í þáttum fjögur og fimm fáum við Gumma Ben með okkur og þá tökum við Arnar og Óskar Hrafn Þorvaldsson frá yngri flokkum, upp í meistaraflokk og þjálfun og gerum því góð skil. Ég tók nýtt viðtal við Óskar Hrafn sem við blöndum við viðtöl við Arnar og Bjarka því þetta er kafli sem komst ekki að í sjónvarpinu; þessi rosalegi slagur Breiðabliks og Víkings.“ Í sjötta og síðasta verður fjallað um gerð íþróttaefnis í sjónvarpi og fær Gunnlaugur til sín teymið sem vann A&B; áðurnefndan Frey Árnason, tökumanninn Sigurð Má Davíðsson og framleiðandann Garðar Örn Arnarson. Fyrsti þátturinn af Návígi fer í loftið á morgun og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Annar þátturinn kemur svo á miðvikudaginn og þættirnir verða vikulega nema hvað þættirnir með Arnar og Óskar Hrafn verða í sömu vikunni.
Besta deild karla A&B Návígi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira