Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. maí 2025 19:31 20 milljónir hurfu úr bankabókinni og var engin leið til að fá þær aftur. vísir/vilhelm Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli. Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“ Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“
Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira