Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2025 16:10 Karlotta segir það hafa verið afar erfiða lífsreynslu að sitja fyrir svörum í dómsal og svara spurningum aftur og aftur hvað gerðist á heimili hennar þann 19. júní árið 2021. Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu. Karlotta segir í færslu á Facebook í dag að þann 19. júní verði liðin fjögur ár síðan hún varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi á heimili sínu þar sem hún hafi óttast um líf sitt í marga klukkutíma. Hún lagði fram kæru hjá lögreglu fyrir nauðgun í von um að geta bjargað öðrum konum frá manninum. Ákæra fyrir nauðgun var gefin út í september 2024. „Í fjögur ár hef ég þurft að bera þennan djöful með mér á hverjum degi, ef ég skyldi einhvern tímann þurfa að sitja í dómsal og segja mína sögu og fara yfir hvert einasta atriði aftur og aftur og aftur.“ Karlotta vísar þar til mikilvægi þess að geta munað og sagt frá erfiðri lífsreynslu og mestu smáatriðum fyrir dómi löngu eftir að atburðir gerast. Þjóðþekktur einstaklingur sýknaður og dæmdur Karlotta segir það hafa reynst henni mikil vonbrigði þegar dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýkna Brynjólf Löve Mogensen, betur þekktur sem Binni Löve, sem ákærður var í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Brynjólfur einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart annarri konu. Þótt málið væri ótengt máli Karlottu voru málin sameinuð fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hlaut Brynjólfur þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla konuna. Færsla Karlottu á Facebook. Binni varð þjóðþekktur fyrir tæpum áratug sem einn helsti Snappari þjóðarinnar og var meðal viðmælenda í þáttum um þekktustu snappara landsins á Stöð 2. Hann var í sambandi með þjóðþekktum konum og komst meðal annars í fréttirnar fyrir að gagnrýna barnsmóður sína fyrir að birta myndir af sér fáklæddri á samfélagsmiðlum. Þá sakaði kona hann um kynferðislega áreitni þegar hann kyssti hana á munninn. Dómurinn yfir Brynjólfi hefur ekki verið birtur. Karlotta segir hafa spilað inn í hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hve seint skýrslur voru teknar af vitnum eða þrettán mánuðum eftir að hún lagði fram kæru. Dómari hafi nefnt það sérstaklega í niðurstöðu sinni að það hafi verið allt of seint. Gögn glötuðust „Auk þess eyðilögðust eða týndust upptökurnar af framburðum vitnanna hjá lögreglu,“ segir Karlotta. Dómari hafi auk þess bent á að skýrslur lögreglu væru rýrar og „skortir á að betur væri að skýrslutökum staðið hjá lögreglu“. Þá hafi dómari gert athugasemd við að framburður vitna hafi ekki verið „að öllu leyti“ sá sami árið 2022 og 2025. En þar sem ekki var hægt að hlusta á sumar upptökur af skýrslutökum frá árinu 2022 hafi ekki verið hægt að bera framburðinn almennilega saman. Karlottu líður eins og réttarkerfið hafi brugðist henni með því að láta hana bíða í tæp fjögur ár eftir niðurstöðu í málinu. „Mér finnst lögreglan líka hafa brugðist og mér er virkilega misboðið vegna þessa alvarlegu og afdrifaríku mistaka hjá þeim,“ segir Karlotta. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögreglu neinu máli. Eins og það hafi verið neðst í bunkanum og týnst. Það sé ekki góð tilfinning. „Ég er ekki sátt með niðurstöðu héraðsdóms og vinnubrögð lögreglunnar í þessu máli eru til skammar.“ „Það erfiðast sem ég hef gert“ Hún vonar að barátta hennar hafi ekki verið til einskis. Karlotta vill nota tækifærið og hrósa brotaþolanum í hinu ofbeldismálinu fyrir að hafa haft hugrekki til að leggja fram kæru. „Þetta var fyrir mig og aðrar konur. Mig langar að setja lok á þetta mál. Núna er þetta algjörlega úr mínum höndum og ég þarf ekki að muna þetta lengur. Ég vona svo innilega að það séu ekki fleiri konur sem hafi lent í honum á einhvern hátt,“ segir Karlotta. Hún hafi lent í áföllum á lífsleiðinni, eins og aðrir. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á minni lífsleið,“ segir Karlotta um málið í heild - allt frá 19. júní 2021 og yfir í að bera vitni í eigin máli. Það er í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort málinu verður áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Karlotta segir í færslu á Facebook í dag að þann 19. júní verði liðin fjögur ár síðan hún varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi á heimili sínu þar sem hún hafi óttast um líf sitt í marga klukkutíma. Hún lagði fram kæru hjá lögreglu fyrir nauðgun í von um að geta bjargað öðrum konum frá manninum. Ákæra fyrir nauðgun var gefin út í september 2024. „Í fjögur ár hef ég þurft að bera þennan djöful með mér á hverjum degi, ef ég skyldi einhvern tímann þurfa að sitja í dómsal og segja mína sögu og fara yfir hvert einasta atriði aftur og aftur og aftur.“ Karlotta vísar þar til mikilvægi þess að geta munað og sagt frá erfiðri lífsreynslu og mestu smáatriðum fyrir dómi löngu eftir að atburðir gerast. Þjóðþekktur einstaklingur sýknaður og dæmdur Karlotta segir það hafa reynst henni mikil vonbrigði þegar dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýkna Brynjólf Löve Mogensen, betur þekktur sem Binni Löve, sem ákærður var í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Brynjólfur einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart annarri konu. Þótt málið væri ótengt máli Karlottu voru málin sameinuð fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hlaut Brynjólfur þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla konuna. Færsla Karlottu á Facebook. Binni varð þjóðþekktur fyrir tæpum áratug sem einn helsti Snappari þjóðarinnar og var meðal viðmælenda í þáttum um þekktustu snappara landsins á Stöð 2. Hann var í sambandi með þjóðþekktum konum og komst meðal annars í fréttirnar fyrir að gagnrýna barnsmóður sína fyrir að birta myndir af sér fáklæddri á samfélagsmiðlum. Þá sakaði kona hann um kynferðislega áreitni þegar hann kyssti hana á munninn. Dómurinn yfir Brynjólfi hefur ekki verið birtur. Karlotta segir hafa spilað inn í hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hve seint skýrslur voru teknar af vitnum eða þrettán mánuðum eftir að hún lagði fram kæru. Dómari hafi nefnt það sérstaklega í niðurstöðu sinni að það hafi verið allt of seint. Gögn glötuðust „Auk þess eyðilögðust eða týndust upptökurnar af framburðum vitnanna hjá lögreglu,“ segir Karlotta. Dómari hafi auk þess bent á að skýrslur lögreglu væru rýrar og „skortir á að betur væri að skýrslutökum staðið hjá lögreglu“. Þá hafi dómari gert athugasemd við að framburður vitna hafi ekki verið „að öllu leyti“ sá sami árið 2022 og 2025. En þar sem ekki var hægt að hlusta á sumar upptökur af skýrslutökum frá árinu 2022 hafi ekki verið hægt að bera framburðinn almennilega saman. Karlottu líður eins og réttarkerfið hafi brugðist henni með því að láta hana bíða í tæp fjögur ár eftir niðurstöðu í málinu. „Mér finnst lögreglan líka hafa brugðist og mér er virkilega misboðið vegna þessa alvarlegu og afdrifaríku mistaka hjá þeim,“ segir Karlotta. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögreglu neinu máli. Eins og það hafi verið neðst í bunkanum og týnst. Það sé ekki góð tilfinning. „Ég er ekki sátt með niðurstöðu héraðsdóms og vinnubrögð lögreglunnar í þessu máli eru til skammar.“ „Það erfiðast sem ég hef gert“ Hún vonar að barátta hennar hafi ekki verið til einskis. Karlotta vill nota tækifærið og hrósa brotaþolanum í hinu ofbeldismálinu fyrir að hafa haft hugrekki til að leggja fram kæru. „Þetta var fyrir mig og aðrar konur. Mig langar að setja lok á þetta mál. Núna er þetta algjörlega úr mínum höndum og ég þarf ekki að muna þetta lengur. Ég vona svo innilega að það séu ekki fleiri konur sem hafi lent í honum á einhvern hátt,“ segir Karlotta. Hún hafi lent í áföllum á lífsleiðinni, eins og aðrir. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á minni lífsleið,“ segir Karlotta um málið í heild - allt frá 19. júní 2021 og yfir í að bera vitni í eigin máli. Það er í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort málinu verður áfrýjað til Landsréttar.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira