„Ozempic tennur“ meðal aukaverkana þyngdarstjórnunarlyfja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júní 2025 23:16 Stefán Pálmason er tannlæknir. Stöð 2 Ozempic tennur og Ozempic tunga er meðal mögulegra aukaverkana af notkun þyngdarstjórnunarlyfja sem tannlæknar víða um heim velta fyrir sér núna. Íslenskur tannlæknir segir ekki búið að sanna orsakasamhengi milli notkunar lyfjanna og versnandi tannheilsu en þau geti vissulega valdið verulegum munnþurrki sem geti haft slæmar afleiðingar. Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“ Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“
Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira