Íslenski boltinn

Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Damir og liðsfélagi í Singapúr á góðri stundu.
Damir og liðsfélagi í Singapúr á góðri stundu. Instagram

Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur leikið sinn síðasta leik fyrir DPMM sem staðsett er í Brúnei en spilar í efstu deild Singapúr. Talið er að fjöldi liða hér á landi séu til í að fá þennan 35 ára gamla miðvörð í sínar raðir.

Eftir að DPMM tapaði fyrir Lion City í bikarkeppninni var ljóst að tímabilinu í Singapúr var lokið hjá Damir og félögum. Hann samdi við liðið fyrr á þessu ári eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki á síðustu leiktíð.

Fótbolti.net greinir frá því að Damir sé á leið til Íslands á nýjan leik og muni í kjölfarið fara í sumarfrí með fjölskyldu sinni. Svo verður tekin ákvörðun um framtíðina.

Miðvörðurinn er eðlilega orðaður við Breiðablik enda verið einn jafnbesti maður liðsins undanfarin ár. Fótbolti.net greinir jafnframt frá því að fleiri lið hafi áhuga á leikmanninum, hvaða lið kemur ekki fram en sem stendur hafa ÍA, KR, KA og Stjarnan fengið á sig flest mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×