„Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2025 19:05 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/PAWEL Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var afar ósáttur við varnarleik lærisveina sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í níundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. „Fyrstu 20 mínútur leiksins voru bara flottar og það leit allt út fyrir bara ánægjulega kvöldstund. Svo komast þeir yfir og það veldur mér vonbrigðum hvernig við bregðumst við því að lenda undir. Það var heilmikið eftir af leiknum og óþarfi að fara út úr leikplaninu okkar og fá á okkur tvö ódýr mörk í kjölfarið,“ sagði Halldór að leik loknum. „Það er sama uppi á tengingnum í þessum leik og í tapinu á móti FH í síðustu umferð. Við eigum í miklum vandræðum með að verjast fyrirgjöfum, löngum boltum og háum boltum. Andstæðingurinn má varla komast inn í vítateig okkar þá er hann búinn að skora. Þetta er áhyggjuefni og við þurfum að laga þetta í hvelli,“ sagði Halldór enn fremur. „Við erum klárlega að skapa nógu mikið af stöðum og færum til þess að skora fleiri mörk þannig að sóknarleikurinn veldur mér ekki áhyggjum. Það hversu linir við erum í varnarleiknum veldur mér hins vegar hugarangri,“ sagði þjálfari Blika. „Mér fannst við eiga góða möguleika á að koma okkur inn í leikinn með marki fram að því að við urðum manni færi um miðjan seinni hálfleik. Eftir það var brekkan aftur á móti brattari og því miður fengum vði ekkert út úr þessum leik,“ sagði Halldór. „Að mínu áttum við að fá víti þegar Ágúst Orri var felldur í fyrri hálfleik og svo fékk Valgeir olnbogaskot frá Ómari Birni sem hefði mátt taka öðruvísi á en var gert,“ sagði hann um ákvarðanir Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, í þessum leik. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
„Fyrstu 20 mínútur leiksins voru bara flottar og það leit allt út fyrir bara ánægjulega kvöldstund. Svo komast þeir yfir og það veldur mér vonbrigðum hvernig við bregðumst við því að lenda undir. Það var heilmikið eftir af leiknum og óþarfi að fara út úr leikplaninu okkar og fá á okkur tvö ódýr mörk í kjölfarið,“ sagði Halldór að leik loknum. „Það er sama uppi á tengingnum í þessum leik og í tapinu á móti FH í síðustu umferð. Við eigum í miklum vandræðum með að verjast fyrirgjöfum, löngum boltum og háum boltum. Andstæðingurinn má varla komast inn í vítateig okkar þá er hann búinn að skora. Þetta er áhyggjuefni og við þurfum að laga þetta í hvelli,“ sagði Halldór enn fremur. „Við erum klárlega að skapa nógu mikið af stöðum og færum til þess að skora fleiri mörk þannig að sóknarleikurinn veldur mér ekki áhyggjum. Það hversu linir við erum í varnarleiknum veldur mér hins vegar hugarangri,“ sagði þjálfari Blika. „Mér fannst við eiga góða möguleika á að koma okkur inn í leikinn með marki fram að því að við urðum manni færi um miðjan seinni hálfleik. Eftir það var brekkan aftur á móti brattari og því miður fengum vði ekkert út úr þessum leik,“ sagði Halldór. „Að mínu áttum við að fá víti þegar Ágúst Orri var felldur í fyrri hálfleik og svo fékk Valgeir olnbogaskot frá Ómari Birni sem hefði mátt taka öðruvísi á en var gert,“ sagði hann um ákvarðanir Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, í þessum leik.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira