„Þá leið mér frekar illa eftir leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:57 Óskar Hrafn var að mæta á Kópavogsvöll í fyrsta sinn síðan hann hætti sem þjálfari Breiðabliks. vísir / diego Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR sagði hundfúlt að tapa fyrir Stjörnunni í kvöld en sagðist þó ekki myndu vilja skipta út leikstíl KR-liðsins fyrir stigin þrjú sem Stjarnan fékk úr leiknum. KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“ Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“
Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira