Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 08:57 Árásarstríð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta gegn Úkraínu er að stórum hluta fjármagnað með tekjum af sölu á jarðefnaeldsneyti til NATO-ríkja. Vísir/EPA Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira