Að sameinast fjölskyldu sinni Guðrún Brynjólfsdóttir skrifar 30. maí 2025 12:01 Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun