Gigt, vinnumarkaðurinn, fjölgun hlutastarfa og viðeigandi aðlögun Hrönn Stefánsdóttir skrifar 31. maí 2025 21:01 Í maí hefur Gigtarfélagið verið með vitundarvakningarmánuð til að vekja athygli á gigt og gigtarsjúkdómum og þeim víðtæku áhrifum sem hún hefur á sjúklinginn og þá sem næst honum standa. Gigt hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega líðan og lífsgæði heldur hefur hún áhrif á alla þætti lífsins, þar með talið getuna til atvinnuþátttöku. Gigt er samheiti yfir fjölbreyttan hóp bólgusjúkdóma sem hafa áhrif á liði, sinar og stoðkerfi líkamans. Gigtarsjúkdómar er ósýnilegir að miklu leyti, en geta haft djúpstæð áhrif á daglegt líf einstaklinga. Þó einkennin séu aðallega líkamleg, eins og verkir, stirðleiki og lamandi þreyta, þá hefur gigt einnig áhrif á sálarlíf, sjálfsmynd og starfsgetu fólks. Gigtarsjúkdómar eru algengir á Íslandi og er talið að 1 af hverjum fjórum til fimm fái gigtarsjúkdóm á lífsleiðinni. Sjúkdómarnir geta verið misalvarlegir, allt frá því að vera væg óþægindi sem hafa smávægileg áhrif á lífsgæði upp í alvarlega, lífshættulega fjölkerfasjúkdóma. En er það endilega nauðsynlegt að fólk þurfi að hætta að vinna vegna sjúkdóma af þessu tagi? Ef sveigjanleiki í samfélaginu og á vinnustöðum væri meiri væri það ekki endilega nauðsynlegt. Viðeigandi aðlögun og tillitssemi á vinnustað Fólk með gigt mætir oft líkamlegum áskorunum sem krefjast þess að vinnuumhverfi sé aðlagað að þeirra þörfum. Þetta getur falið í sér sveigjanlegan vinnutíma, möguleika á fjarvinnu, eða breytingar á vinnustöðvum og búnaði eins og hækkanlegt borð eða sérstaka stóla, breytta lýsingu og skilning yfirmanna og samstarfsfólks. Slík aðlögun er ekki aðeins lagaleg skylda vinnuveitenda heldur einnig siðferðileg skylda sem eykur líkurnar á virkni og ánægju starfsfólks. Tillitsemi á vinnustöðum – bæði frá yfirmönnum og samstarfsfólki skiptir líka sköpum. Tillitsemi felst ekki aðeins í aðgerðum heldur einnig í viðhorfi – að gera ekki lítið úr veikindum sem er ekki sýnileg og að skilja að góð og slæm tímabil eru eðlilegur hluti sjúkdómsins. Aðgengi að skilningi og stuðningi getur dregið úr streitu og aukið sjálfstraust fólks með langvinna sjúkdóma. Ný almannatryggingalög og hvatning til þátttöku Ný almannatryggingalög hafa áhrif á stöðu fólks með gigt. Með áherslu á starfsgetumat fremur en örorkumat, og með aukinni áherslu á virkni og endurhæfingu, skapast tækifæri til að aðstoða fólk við að snúa aftur til vinnu á eigin forsendum. Lögin leggja nú meira upp úr einstaklingsmiðaðri þjónustu og stuðningi við þá sem geta unnið að hluta eða með aðlögun. Markmiðið er að hvetja til virkni eftir getu, með áherslu á starfsendurhæfingu, hlutastörf og sveigjanleika. Þetta getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með gigt sem áður hefur verið útilokað frá vinnumarkaði vegna stífra skilyrða og takmarkaðra úrræða. Fjölgun hlutastarfa og sveigjanleiki Fjölgun hlutastarfa og aukin áhersla á sveigjanleika í störfum gefur einstaklingum með gigt raunverulegan möguleika til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði, án þess að ganga of nærri heilsu sinni. Hlutastarf getur einnig verið brú yfir í fulla atvinnuþátttöku ef líðan batnar. Samfélagið græðir á þessari þróun – bæði fjárhagslega og félagslega – því virkni stuðlar að sjálfstæði, lægri kostnaði félagslega kerfisins og betri líðan. Sjálfsmyndin tengd vinnu Fyrir marga er vinnan mikilvægur hluti af sjálfsmynd. Að hafa starf veitir tilgang, félagsskap og þá tilfinningu að einstaklingurinn sé að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Þegar einstaklingur missir vinnu vegna langvinnra veikinda getur það haft áhrif á sjálfsálit, sjálfstraust og mat á eigin verðleikum. Að missa hlutverk sitt í atvinnulífinu getur því haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd og tengsl við samfélagið. Langvarandi fjarvera frá vinnu getur haft neikvæð áhrif á sálarlífið. Fólk glímir við einmanaleika, vanlíðan og jafnvel þunglyndi. Það getur verið erfitt að sjá tilgang og finna jafnvægi í daglegu lífi án reglulegrar rútínu og félagslegra tengsla sem fylgja vinnu. Stuðningur fagfólks, fjölskyldu og félagslegs kerfis er því lykilatriði í endurkomu á vinnumarkaðinn. Af hverju getur sumt fólk snúið aftur á vinnumarkaðinn? Margir sem greinast með gigt, sem hafa þurft að taka sér hlé frá störfum, ná að snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir áskoranir. Ástæðurnar eru margar: Áhrifarík meðferð, snemmtæk greining, skilningur og stuðningur frá vinnuveitanda, aðlögun vinnuumhverfis og jákvætt viðhorf einstaklinga sjálfra. Einnig skiptir máli að fá rétta þjónustu frá heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu, ásamt því að hafa tækifæri til starfsendurhæfingar ásamt sveigjanleika á vinnustað, sem eru meðal lykilþátta sem gera endurkomu á vinnumarkaðinn mögulega. Orkusparnaður og jafnvægi Fólk með gigt þarf oft að stýra orku sinni af nákvæmni. Það þýðir að dagleg verkefni, hvort sem þau tengjast vinnu eða einkalífi, þurfa að vera skipulögð með tilliti til orkuþols. Orkusparnaður felst ekki aðeins í hvíld, heldur einnig í því að forgangsraða, nýta hjálpartæki og skipuleggja vinnudaginn þannig að sem mest náist fram með sem minnstu líkamlegu álagi. Með því að forgangsraða verkefnum, skipuleggja daginn og taka regluleg hlé, er hægt að nýta takmarkaða orku á skynsamlegan hátt. Þetta hjálpar til við að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs – og dregur úr hættu á yfirálagi. Þekking á eigin líkama og mörkun eigin takmarkana er lykill að bættri heilsu og virkni. Niðurlag Fólk með gigt stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum, en með réttum stuðningi, aðlögun og skilningi samfélagsins er hægt að byggja upp aðstæður sem gera þátttöku á vinnumarkaði mögulega og árangursríka. Ný lög, fjölgun hlutastarfa og aukin meðvitund um mikilvægi sveigjanleika eru jákvæð skref í átt að mannúðlegra og réttlátara samfélagi fyrir alla – óháð líkamlegu ástandi. Höfundur formaður Gigtarfélags Íslands og formaður atvinnu og menntamálahóps ÖBÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í maí hefur Gigtarfélagið verið með vitundarvakningarmánuð til að vekja athygli á gigt og gigtarsjúkdómum og þeim víðtæku áhrifum sem hún hefur á sjúklinginn og þá sem næst honum standa. Gigt hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega líðan og lífsgæði heldur hefur hún áhrif á alla þætti lífsins, þar með talið getuna til atvinnuþátttöku. Gigt er samheiti yfir fjölbreyttan hóp bólgusjúkdóma sem hafa áhrif á liði, sinar og stoðkerfi líkamans. Gigtarsjúkdómar er ósýnilegir að miklu leyti, en geta haft djúpstæð áhrif á daglegt líf einstaklinga. Þó einkennin séu aðallega líkamleg, eins og verkir, stirðleiki og lamandi þreyta, þá hefur gigt einnig áhrif á sálarlíf, sjálfsmynd og starfsgetu fólks. Gigtarsjúkdómar eru algengir á Íslandi og er talið að 1 af hverjum fjórum til fimm fái gigtarsjúkdóm á lífsleiðinni. Sjúkdómarnir geta verið misalvarlegir, allt frá því að vera væg óþægindi sem hafa smávægileg áhrif á lífsgæði upp í alvarlega, lífshættulega fjölkerfasjúkdóma. En er það endilega nauðsynlegt að fólk þurfi að hætta að vinna vegna sjúkdóma af þessu tagi? Ef sveigjanleiki í samfélaginu og á vinnustöðum væri meiri væri það ekki endilega nauðsynlegt. Viðeigandi aðlögun og tillitssemi á vinnustað Fólk með gigt mætir oft líkamlegum áskorunum sem krefjast þess að vinnuumhverfi sé aðlagað að þeirra þörfum. Þetta getur falið í sér sveigjanlegan vinnutíma, möguleika á fjarvinnu, eða breytingar á vinnustöðvum og búnaði eins og hækkanlegt borð eða sérstaka stóla, breytta lýsingu og skilning yfirmanna og samstarfsfólks. Slík aðlögun er ekki aðeins lagaleg skylda vinnuveitenda heldur einnig siðferðileg skylda sem eykur líkurnar á virkni og ánægju starfsfólks. Tillitsemi á vinnustöðum – bæði frá yfirmönnum og samstarfsfólki skiptir líka sköpum. Tillitsemi felst ekki aðeins í aðgerðum heldur einnig í viðhorfi – að gera ekki lítið úr veikindum sem er ekki sýnileg og að skilja að góð og slæm tímabil eru eðlilegur hluti sjúkdómsins. Aðgengi að skilningi og stuðningi getur dregið úr streitu og aukið sjálfstraust fólks með langvinna sjúkdóma. Ný almannatryggingalög og hvatning til þátttöku Ný almannatryggingalög hafa áhrif á stöðu fólks með gigt. Með áherslu á starfsgetumat fremur en örorkumat, og með aukinni áherslu á virkni og endurhæfingu, skapast tækifæri til að aðstoða fólk við að snúa aftur til vinnu á eigin forsendum. Lögin leggja nú meira upp úr einstaklingsmiðaðri þjónustu og stuðningi við þá sem geta unnið að hluta eða með aðlögun. Markmiðið er að hvetja til virkni eftir getu, með áherslu á starfsendurhæfingu, hlutastörf og sveigjanleika. Þetta getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með gigt sem áður hefur verið útilokað frá vinnumarkaði vegna stífra skilyrða og takmarkaðra úrræða. Fjölgun hlutastarfa og sveigjanleiki Fjölgun hlutastarfa og aukin áhersla á sveigjanleika í störfum gefur einstaklingum með gigt raunverulegan möguleika til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði, án þess að ganga of nærri heilsu sinni. Hlutastarf getur einnig verið brú yfir í fulla atvinnuþátttöku ef líðan batnar. Samfélagið græðir á þessari þróun – bæði fjárhagslega og félagslega – því virkni stuðlar að sjálfstæði, lægri kostnaði félagslega kerfisins og betri líðan. Sjálfsmyndin tengd vinnu Fyrir marga er vinnan mikilvægur hluti af sjálfsmynd. Að hafa starf veitir tilgang, félagsskap og þá tilfinningu að einstaklingurinn sé að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Þegar einstaklingur missir vinnu vegna langvinnra veikinda getur það haft áhrif á sjálfsálit, sjálfstraust og mat á eigin verðleikum. Að missa hlutverk sitt í atvinnulífinu getur því haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd og tengsl við samfélagið. Langvarandi fjarvera frá vinnu getur haft neikvæð áhrif á sálarlífið. Fólk glímir við einmanaleika, vanlíðan og jafnvel þunglyndi. Það getur verið erfitt að sjá tilgang og finna jafnvægi í daglegu lífi án reglulegrar rútínu og félagslegra tengsla sem fylgja vinnu. Stuðningur fagfólks, fjölskyldu og félagslegs kerfis er því lykilatriði í endurkomu á vinnumarkaðinn. Af hverju getur sumt fólk snúið aftur á vinnumarkaðinn? Margir sem greinast með gigt, sem hafa þurft að taka sér hlé frá störfum, ná að snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir áskoranir. Ástæðurnar eru margar: Áhrifarík meðferð, snemmtæk greining, skilningur og stuðningur frá vinnuveitanda, aðlögun vinnuumhverfis og jákvætt viðhorf einstaklinga sjálfra. Einnig skiptir máli að fá rétta þjónustu frá heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu, ásamt því að hafa tækifæri til starfsendurhæfingar ásamt sveigjanleika á vinnustað, sem eru meðal lykilþátta sem gera endurkomu á vinnumarkaðinn mögulega. Orkusparnaður og jafnvægi Fólk með gigt þarf oft að stýra orku sinni af nákvæmni. Það þýðir að dagleg verkefni, hvort sem þau tengjast vinnu eða einkalífi, þurfa að vera skipulögð með tilliti til orkuþols. Orkusparnaður felst ekki aðeins í hvíld, heldur einnig í því að forgangsraða, nýta hjálpartæki og skipuleggja vinnudaginn þannig að sem mest náist fram með sem minnstu líkamlegu álagi. Með því að forgangsraða verkefnum, skipuleggja daginn og taka regluleg hlé, er hægt að nýta takmarkaða orku á skynsamlegan hátt. Þetta hjálpar til við að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs – og dregur úr hættu á yfirálagi. Þekking á eigin líkama og mörkun eigin takmarkana er lykill að bættri heilsu og virkni. Niðurlag Fólk með gigt stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum, en með réttum stuðningi, aðlögun og skilningi samfélagsins er hægt að byggja upp aðstæður sem gera þátttöku á vinnumarkaði mögulega og árangursríka. Ný lög, fjölgun hlutastarfa og aukin meðvitund um mikilvægi sveigjanleika eru jákvæð skref í átt að mannúðlegra og réttlátara samfélagi fyrir alla – óháð líkamlegu ástandi. Höfundur formaður Gigtarfélags Íslands og formaður atvinnu og menntamálahóps ÖBÍ
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun