„Fallegur dagur“ fyrir útskrift Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. maí 2025 23:30 Ketill Ágústsson nýstúdent tók lagið Fallegur dagur eftir Bubba Morthens. MS/Sigurjón Ragnar Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut. 194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum.
Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira