„Þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 12:32 Höskuldur í leik gegn KR. Vísir/Diego Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og einn besti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi – allavega síðan 1992 – er hreinskilinn með það að hann ætti ef til vill að eiga fleiri ár í atvinnumennsku en raun ber vitni. Hann hefur hins vegar aldrei viljað fara út eingöngu til að fara út. Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira