Gunnar hættir sem forseti Skáksambands Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 17:01 Gunnar Björnsson hefur verið forseti Skáksambandsins síðustu sextán ár og lýkur forsetatíð sinni um miðjan mánuð. Gunnar Björnsson, sem hefur verið forseti Skáksambands Íslands frá 2009, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig aftur fram sem forseti sambandsins. Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní. Skák Tímamót Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní.
Skák Tímamót Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira