Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 09:24 Hlín Eiríksdóttir hefur ekki áhyggjur af sigurleysi landsliðsins í síðustu leikjum. vísir / lýður Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira