Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 10:30 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AP/Andy Buchanan Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Bretland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar.
Bretland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira