Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 17:09 Fulltrúar Rússlands mæta á fundinn í höfuðborg Tyrklands. AP Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. Engin tímamótaskref voru tekin á fundinum í dag samkvæmt umfjöllun Reuters. Fundurinn var haldinn í skugga umfangsmikla árása Úkraínumanna þar sem þeir grönduðu yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Á fundinum samþykktu báðar hliðar að skila hvor um sig jarðneskum leyfum sex þúsund hermanna sem hafa fallið í stríðinu. Að auki munu fara fram fangaskipti. Að sögn Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínumanna og leiðtogi úkraínsku sendinefndarinnar, verða umræddir fangar helst þeir sem eru alvarlega særðir eftir stríðsátökin og ungt fólk. Sambærileg fangaskipti áttu sér stað um miðjan maí eftir fyrsta fund fulltrúa ríkjanna en þá var skipts á þúsund föngum. Umerov sagði einnig að Rússar hefðu afhent drög að friðarsamkomulagi sem Úkraínumenn myndu taka til skoðunar. 339 börnum „bjargað“ Á fundinum báðu Úkraínumenn einnig um lista frá Rússum yfir öll úkraínsku börnin sem flutt hafa verið til Rússlands. Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútíns og leiðtogi rússnesku sendinefndarinnar sagði að Rússar hefðu tekið börn þar sem þeir væru að vernda þau fyrir stríðsátökunum. Medinskí, sagði að 339 nöfn úkraínska barna væru á lista yfir börn sem hafi verið „bjargað.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Engin tímamótaskref voru tekin á fundinum í dag samkvæmt umfjöllun Reuters. Fundurinn var haldinn í skugga umfangsmikla árása Úkraínumanna þar sem þeir grönduðu yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Á fundinum samþykktu báðar hliðar að skila hvor um sig jarðneskum leyfum sex þúsund hermanna sem hafa fallið í stríðinu. Að auki munu fara fram fangaskipti. Að sögn Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínumanna og leiðtogi úkraínsku sendinefndarinnar, verða umræddir fangar helst þeir sem eru alvarlega særðir eftir stríðsátökin og ungt fólk. Sambærileg fangaskipti áttu sér stað um miðjan maí eftir fyrsta fund fulltrúa ríkjanna en þá var skipts á þúsund föngum. Umerov sagði einnig að Rússar hefðu afhent drög að friðarsamkomulagi sem Úkraínumenn myndu taka til skoðunar. 339 börnum „bjargað“ Á fundinum báðu Úkraínumenn einnig um lista frá Rússum yfir öll úkraínsku börnin sem flutt hafa verið til Rússlands. Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútíns og leiðtogi rússnesku sendinefndarinnar sagði að Rússar hefðu tekið börn þar sem þeir væru að vernda þau fyrir stríðsátökunum. Medinskí, sagði að 339 nöfn úkraínska barna væru á lista yfir börn sem hafi verið „bjargað.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira