Blessaði Ancelotti við styttuna af Jesú Kristi í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 23:32 Carlo Ancelotti og styttan heimsfræga af Jesús Kristi í Ríó. Getty/ Diego Souto/Fernando Souza Brasilíumenn hafa mikla trú á nýráðnum landsliðsþjálfara sínum Carlo Ancelotti og gera líka allt til þess að ítalski þjálfarinn hefji störf í sátt við Guð almáttugan. Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial) Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjá meira
Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial)
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjá meira