„Ætlum að stríða þeim aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 14:17 Sandra María Jessen vonast eftir sigri gegn Frökkum í dag. Stöð 2 Sport Sandra María Jessen er ekki í vafa um að Ísland hafi það sem til þarf til að geta lagt Frakkland að velli á spennandi kvöldi í Laugardalnum í kvöld. Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira