„Ætlum að stríða þeim aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 14:17 Sandra María Jessen vonast eftir sigri gegn Frökkum í dag. Stöð 2 Sport Sandra María Jessen er ekki í vafa um að Ísland hafi það sem til þarf til að geta lagt Frakkland að velli á spennandi kvöldi í Laugardalnum í kvöld. Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak aftur með frábæra innkomu Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira
Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak aftur með frábæra innkomu Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira