Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á von á að þingstörf klárist ekki á tilsettum tíma. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17
Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36