Bílastæðið rifið upp með rótum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:53 Verið er að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið á að rísa. Í bakgrunni má sjá glænýttt gervigras landsliðsvallarins. Vísir/Anton Brink Á bílastæðinu við Laugardalsvöll er nú unnið að því að rífa upp malbik svo hægt sé að leggja grunn að nýju skólaþorpi. Áætlað er að tíu kennslustofur fyrir börn í Laugarnesskóla verði reiðubúnar til notkunar í haust. Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum. Áætlað sé að fyrstu fjórar kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í september eða október og næstu sex í október eða nóvember. Seinni áfangi framkvæmdanna geri ráð fyrir sex kennslustofum til viðbótar og 900 fermetra einingahús og sé áætlaður vorið 2026. Skólabyggingarnar verða að hámarki fimm metra háar og syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað með framkvæmdunum. Þá verður göngustígur inn í Laugardal lítillega færður. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Skólaþorpið er hugsað sem tímabundin lausn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á grunnskólum í Laugardal. Fyrst verður ráðist í framkvæmdir á Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Svona kemur skólaþorpið til með að líta út úr lofti. Reykjavíkurborg Í tillögu um breytingar á deiliskipulagi segir að óljóst sé hversu lengi skólaþorpið verði starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að skólinn sinni allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, kom við á svæðinu og myndaði bílastæðið, sem bráðum verður að skólaþorpi. Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Verktakar hafa verk að vinna ef hér eiga að vera kennslustofur eftir örfáa mánuði. Vísir/Anton Brink Búið er að girða svæðið af.Vísir/Anton Brink Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum. Áætlað sé að fyrstu fjórar kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í september eða október og næstu sex í október eða nóvember. Seinni áfangi framkvæmdanna geri ráð fyrir sex kennslustofum til viðbótar og 900 fermetra einingahús og sé áætlaður vorið 2026. Skólabyggingarnar verða að hámarki fimm metra háar og syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað með framkvæmdunum. Þá verður göngustígur inn í Laugardal lítillega færður. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Skólaþorpið er hugsað sem tímabundin lausn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á grunnskólum í Laugardal. Fyrst verður ráðist í framkvæmdir á Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Svona kemur skólaþorpið til með að líta út úr lofti. Reykjavíkurborg Í tillögu um breytingar á deiliskipulagi segir að óljóst sé hversu lengi skólaþorpið verði starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að skólinn sinni allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, kom við á svæðinu og myndaði bílastæðið, sem bráðum verður að skólaþorpi. Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Verktakar hafa verk að vinna ef hér eiga að vera kennslustofur eftir örfáa mánuði. Vísir/Anton Brink Búið er að girða svæðið af.Vísir/Anton Brink
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43
Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32
Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07