„Auðvitað bregður fólki“ Lovísa Arnardóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júní 2025 19:39 Halla Gunnarsdóttir gagnrýnir launahækkanir æðstu embættismanna og segir toppana í samfélaginu ekki sýna hófsemd. Formaður VR segir yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna til marks um að topparnir í samfélaginu telji sig undanskylda þeim kröfum sem gerðar eru til venjulegs vinnandi fólks. Eðlilegra væri að launahækkanir embætismanna fylgdu kjarasamningum. Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum. Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum.
Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira