Að vera hvítur og kristinn Guðbrandur Einarsson skrifar 5. júní 2025 10:30 „Mamma komdu aftur til mín“ kallaði lítil grátandi stúlka sem hún stóð yfir látinni móður sinni sem hafði verið drepin við að reyna að sækja sér mat fyrir sig og börnin sín. Palestínu fólkið hefur nú um tvö kosti að velja þ.e. að deyja úr hungri eða verða drepið við að reyna að sækja sér mat. Ítrekað hafa Ísraelsmenn skotið á fólk sem í örvæntingu er að reyna komast yfir mat og það er erfitt að ná utan um þá illsku sem þarna ræður ríkjum. Einhverra hluta vegna fá Ísraelsmenn óáreittir að fremja slík ódæðisverk og hafa nú drepið vel á sjötta tugþúsunda Palestínumanna frá innrás Hamas inn í Ísrael 7. október 2023. Ítrekuð brot á vopnahléi Allt tal um að vopnahlé hefur reynst tálsýn ein og rufu Ísraelsmenn m.a. vopnahlé 18. mars sl. og gerðu loftárásir á Gaza þar sem um 600 manns voru drepin. Ísraels menn reyndu einnig að fela það fyrir að hafa ráðist á bílalest óvopnaðra hjálparstarfsmanna 23. mars síðastliðinn þar 15 manns voru drepnir. Alþjóðasamfélagið segir pass Ég get ekki skilið hvers vegna Ísraelsmenn komast upp með að eyða Palentínsku þjóðinni með þessum hætti. Viðbrögð við innrás Rússa inn í Úkraínu voru að mínu mati hárrétt þar sem Rússar voru útilokaðir frá öllum samskiptum við hið vestræna samfélag. Viðbrögð við stöðunni í Palestínu eru allt önnur. Nokkur ríki þar á meðal Ísland hafa veikum rómi talað fyrir því að eitthvað þurfi að gera en svo gerist ekki neitt og við dönsum áfram í Euróvision partíum með Ísrael. Skiptir það virkilega máli að vera hvítur og kristinn til þess að heimurinn bregðist við? Og á meðan ekkert gerist halda grátandi lítil börn í Palestínu áfram að kalla á látnar mæður sínar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Mamma komdu aftur til mín“ kallaði lítil grátandi stúlka sem hún stóð yfir látinni móður sinni sem hafði verið drepin við að reyna að sækja sér mat fyrir sig og börnin sín. Palestínu fólkið hefur nú um tvö kosti að velja þ.e. að deyja úr hungri eða verða drepið við að reyna að sækja sér mat. Ítrekað hafa Ísraelsmenn skotið á fólk sem í örvæntingu er að reyna komast yfir mat og það er erfitt að ná utan um þá illsku sem þarna ræður ríkjum. Einhverra hluta vegna fá Ísraelsmenn óáreittir að fremja slík ódæðisverk og hafa nú drepið vel á sjötta tugþúsunda Palestínumanna frá innrás Hamas inn í Ísrael 7. október 2023. Ítrekuð brot á vopnahléi Allt tal um að vopnahlé hefur reynst tálsýn ein og rufu Ísraelsmenn m.a. vopnahlé 18. mars sl. og gerðu loftárásir á Gaza þar sem um 600 manns voru drepin. Ísraels menn reyndu einnig að fela það fyrir að hafa ráðist á bílalest óvopnaðra hjálparstarfsmanna 23. mars síðastliðinn þar 15 manns voru drepnir. Alþjóðasamfélagið segir pass Ég get ekki skilið hvers vegna Ísraelsmenn komast upp með að eyða Palentínsku þjóðinni með þessum hætti. Viðbrögð við innrás Rússa inn í Úkraínu voru að mínu mati hárrétt þar sem Rússar voru útilokaðir frá öllum samskiptum við hið vestræna samfélag. Viðbrögð við stöðunni í Palestínu eru allt önnur. Nokkur ríki þar á meðal Ísland hafa veikum rómi talað fyrir því að eitthvað þurfi að gera en svo gerist ekki neitt og við dönsum áfram í Euróvision partíum með Ísrael. Skiptir það virkilega máli að vera hvítur og kristinn til þess að heimurinn bregðist við? Og á meðan ekkert gerist halda grátandi lítil börn í Palestínu áfram að kalla á látnar mæður sínar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar