Dómar fólks sem sótti fíkniefni fyrir salann sinn mildaðir Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 15:23 Landsréttur kvað upp dóm yfir fólkinu í dag. Vísir/Viktor Freyr Dómar tveggja vegna innflutnings mikils magns amfetamínsbasa hafa verið mildaðir úr þremur árum í tvö í Landsrétti. Málið sneri að eiturlyfjasala sem gerði viðskiptavini sína út í fíkniefnaviðskiptum. Sex ára dómur eiturlyfjasalans stendur. Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki verið birtur. Því liggja forsendur dómsins ekki fyrir að svo stöddu. Málið var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 15. maí í fyrra á hendur þeim Michal Szematowicz, Sólveigu Júlíu Linnet, Sigfúsi Má Dagbjartarsyni og Wojciech Kaczorowski. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í september í fyrra sagði að Wojciech væri dæmdur í fangelsi í tvö ár, Sólveig Júlía í þrjú ár, Sigfús Már í þrjú ár og Michal í sex ár. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað Michal og Wojciech varðar en mildaði refsingu Sólveigar Júlíu og Sigfúsar Más um eitt ár. Í dómi héraðsdóms sagði að Michal, höfuðpaurinn í málinu, hefði fengið viðskiptavini sína, hina sakborningana, til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess. Michal hefði verið ákærður fyrir að hafa flutt inn og reynt að taka á móti og varsla samtals 6,78 lítra af amfetamínbasa, með 60 til 62 prósenta styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi og fengið Sólveigu Júlíu og Sigfús Má til að vera skráðir móttakendur hvort fyrir sinni sendingunni, sem bárust hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Lögregla hefði lagt hald á fíkniefnin á póstafgreiðslustöð Icetransport við Selhellu 9, Hafnarfirði, og skipt þeim út fyrir gerviefni. Michal hefði síðan fengið þau Sólveigu Júlíu, Sigfús Má og Wojciech til að sækja sendingarnar þann 23. febrúar í fyrra og koma þeim til Michal. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki verið birtur. Því liggja forsendur dómsins ekki fyrir að svo stöddu. Málið var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 15. maí í fyrra á hendur þeim Michal Szematowicz, Sólveigu Júlíu Linnet, Sigfúsi Má Dagbjartarsyni og Wojciech Kaczorowski. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í september í fyrra sagði að Wojciech væri dæmdur í fangelsi í tvö ár, Sólveig Júlía í þrjú ár, Sigfús Már í þrjú ár og Michal í sex ár. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað Michal og Wojciech varðar en mildaði refsingu Sólveigar Júlíu og Sigfúsar Más um eitt ár. Í dómi héraðsdóms sagði að Michal, höfuðpaurinn í málinu, hefði fengið viðskiptavini sína, hina sakborningana, til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess. Michal hefði verið ákærður fyrir að hafa flutt inn og reynt að taka á móti og varsla samtals 6,78 lítra af amfetamínbasa, með 60 til 62 prósenta styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi og fengið Sólveigu Júlíu og Sigfús Má til að vera skráðir móttakendur hvort fyrir sinni sendingunni, sem bárust hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Lögregla hefði lagt hald á fíkniefnin á póstafgreiðslustöð Icetransport við Selhellu 9, Hafnarfirði, og skipt þeim út fyrir gerviefni. Michal hefði síðan fengið þau Sólveigu Júlíu, Sigfús Má og Wojciech til að sækja sendingarnar þann 23. febrúar í fyrra og koma þeim til Michal.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira