„Spenntur að spila á móti svona stórum gæjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 21:47 Hákon Arnar Haraldsson mætti á blaðamannafund daginn fyrir leik, fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. Getty/ Alan Harvey Hákon Arnar Haraldsson kemur endurnærður til móts við íslenska landsliðið í fótbolta eftir frí á Krít og heimsókn heim á Akranes. Hann er spenntur fyrir leik á móti Skotum annað kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
„Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira