Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2025 06:48 Ein af mörgum sprengingum næturinnar eftir árásir Rússa í Kænugarði. AP/Evgeniy Maloletka Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira