„Menn eru búnir að læra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 09:08 Arnar Gunnlaugsson segir liðið komið lengra á veg en í síðustu landsleikjum. vísir Arnar Gunnlaugsson fór illa af stað í starfi sem landsliðsþjálfari með tveimur töpum gegn Kósovó en segir liðið komið lengra á veg núna. Framundan í kvöld er æfingaleikur gegn Skotlandi fyrir framan fimmtíu þúsund manns á hinum sögufræga Hampden Park. Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira