Sara Björk sá vel um sínar og Ísland mætir Norður-Írlandi í umspili Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:27 Sara Björk dró Íslandi eins slakan andstæðing og hægt var að óska eftir. UEFA Ísland mun mæta Norður-Írlandi í umspili upp á sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og erindreki UEFA, dró liðin upp úr pottinum og sá vel um sínar konur. Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak aftur með frábæra innkomu Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira
Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss.
Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak aftur með frábæra innkomu Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira
Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01
Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13
Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15