Hélt við konu besta vinar síns Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júní 2025 16:12 Sakbitinn yfir því að hafa svikið besta vin sinn reyndi tvítugi rokkarinn Billy Joel að svipta sig lífi. Sem betur fer komu aðstandendur hans honum til bjargar og blómstraði ferillinn í kjölfarið. Getty Popparinn Billy Joel reyndi tvívegis að svipta sig lífi eftir að hafa haldið við eiginkonu besta vinar síns, Jon Small þegar þeir voru tvítugir. Í fyrra skiptið féll Joel í margra daga dá og í það seinna bjargaði Small honum. Þetta kemur fram í Billy Joel: And So It Goes, nýrri heimildamynd um söngvarann, sem var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni á miðvikudag. Þar er sagan rakin af því þegar Joel stofnaði hljómsveitina Attila með besta vini sínum, Jon Small, árið 1969 eftir að rokkhljómsveitin The Hassles leystist í sundur ári áður. Joel flutti í kjölfarið inn á heimili Small sem bjó þar með eiginkonu sinni, Elizabeth Weber og barni þeirra. „Bill og ég eyddum miklum tíma saman,“ segir Elizabeth um samvistirnar í heimildamyndinni. Samband hennar og söngvarans hafi jafnt og þétt orðið nánara. Small hafi fattað að eitthvað væri á gangi milli konu sinnar og vinar og steig Billy þá fram og sagði: „Ég er ástfanginn af konunni þinni“. Fékk svefnpillur frá systur sinni „Þau áttu barn. Mér leið eins og hjónadjöfli,“ segir Joel um framhjáhaldið í heimildamyndinni. „Ég var bara ástfanginn af konu og var kýldur í nefnið sem ég átti skilið,“ segir hann jafnframt. Báðir hafi þeir verið í miklu uppnámi. Framhjáhaldið markaði endalok Attila og vinskapar mannanna tveggja um hríð. Elizabeth fór frá Jon og Billy byrjaði að drekka ótæpilega. Fjórum árum seinna áttu þau Billy og Elizabeth eftir að endurnýja kynni sín, giftast og vera hjón frá 1973 til 1982. „Ég átti engan samastað. Ég svaf í þvottahúsum og var svo þunglyndur að ég varð nánast sturlaður,“ segir Billy í heimildamyndinni. Svo langt niður fór hann að hann vildi ekki lifa lengur: „Svo ég hugsaði bara um að binda endi á þetta allt saman.“ Systir Billy, Judy Molinari, vann á þeim tíma sem sjúkraliði og gaf popparanum svefntöflur til þess að hjálpa honum að sofa betur. „En Billy ákvað að taka þær allar... hann var í dái í marga marga daga,“ segir Judy í heimildamyndinni. „Ég heimsótti hann á spítalann og hann lá þarna hvítur sem lak. Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Vinurinn bjargaði honum í seinna skiptið Joel viðurkennir að hann hafi verið sérlega sjálfselskur á þessum tíma. Hann hafi vaknað á spítalanum og ákveðið að reyna að stytta sér aldur. Að sögn Molinari hafi Joel drukkið Lemon Pledge-þvottaefni í næstu tilraun. Sá sem fór með söngvarann á spítalann hafi hins vegar verið Jon Small, svikni vinurinn. „Jafnvel þó vinskapur okkar hafi verið að springa í loft upp bjargaði Jon lífi mínu,“ segir Joel í heimildamyndinni. „Hann sagði aldrei neitt við mig, eina praktíska svarið sem ég get gefið sem skýringu á því hvers vegna Billy brást svona við var að hann elskaði mig svona mikið og það fór alveg með hann að hafa sært mig svona mikið. Á endanum fyrirgaf ég honum,“ segir Small. Billy Joel lagðist tímabundið inn á spítala og segir þann tíma hafa breytt lífi sínu. Ári seinna, 1971, gaf hann út plötuna Cold Spring Harbor og tveimur árum seinna fór ferillinn á flug með Piano Man árið 1973. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. F ólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Bandaríkin Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Billy Joel: And So It Goes, nýrri heimildamynd um söngvarann, sem var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni á miðvikudag. Þar er sagan rakin af því þegar Joel stofnaði hljómsveitina Attila með besta vini sínum, Jon Small, árið 1969 eftir að rokkhljómsveitin The Hassles leystist í sundur ári áður. Joel flutti í kjölfarið inn á heimili Small sem bjó þar með eiginkonu sinni, Elizabeth Weber og barni þeirra. „Bill og ég eyddum miklum tíma saman,“ segir Elizabeth um samvistirnar í heimildamyndinni. Samband hennar og söngvarans hafi jafnt og þétt orðið nánara. Small hafi fattað að eitthvað væri á gangi milli konu sinnar og vinar og steig Billy þá fram og sagði: „Ég er ástfanginn af konunni þinni“. Fékk svefnpillur frá systur sinni „Þau áttu barn. Mér leið eins og hjónadjöfli,“ segir Joel um framhjáhaldið í heimildamyndinni. „Ég var bara ástfanginn af konu og var kýldur í nefnið sem ég átti skilið,“ segir hann jafnframt. Báðir hafi þeir verið í miklu uppnámi. Framhjáhaldið markaði endalok Attila og vinskapar mannanna tveggja um hríð. Elizabeth fór frá Jon og Billy byrjaði að drekka ótæpilega. Fjórum árum seinna áttu þau Billy og Elizabeth eftir að endurnýja kynni sín, giftast og vera hjón frá 1973 til 1982. „Ég átti engan samastað. Ég svaf í þvottahúsum og var svo þunglyndur að ég varð nánast sturlaður,“ segir Billy í heimildamyndinni. Svo langt niður fór hann að hann vildi ekki lifa lengur: „Svo ég hugsaði bara um að binda endi á þetta allt saman.“ Systir Billy, Judy Molinari, vann á þeim tíma sem sjúkraliði og gaf popparanum svefntöflur til þess að hjálpa honum að sofa betur. „En Billy ákvað að taka þær allar... hann var í dái í marga marga daga,“ segir Judy í heimildamyndinni. „Ég heimsótti hann á spítalann og hann lá þarna hvítur sem lak. Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Vinurinn bjargaði honum í seinna skiptið Joel viðurkennir að hann hafi verið sérlega sjálfselskur á þessum tíma. Hann hafi vaknað á spítalanum og ákveðið að reyna að stytta sér aldur. Að sögn Molinari hafi Joel drukkið Lemon Pledge-þvottaefni í næstu tilraun. Sá sem fór með söngvarann á spítalann hafi hins vegar verið Jon Small, svikni vinurinn. „Jafnvel þó vinskapur okkar hafi verið að springa í loft upp bjargaði Jon lífi mínu,“ segir Joel í heimildamyndinni. „Hann sagði aldrei neitt við mig, eina praktíska svarið sem ég get gefið sem skýringu á því hvers vegna Billy brást svona við var að hann elskaði mig svona mikið og það fór alveg með hann að hafa sært mig svona mikið. Á endanum fyrirgaf ég honum,“ segir Small. Billy Joel lagðist tímabundið inn á spítala og segir þann tíma hafa breytt lífi sínu. Ári seinna, 1971, gaf hann út plötuna Cold Spring Harbor og tveimur árum seinna fór ferillinn á flug með Piano Man árið 1973. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. F ólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. F ólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Bandaríkin Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira