Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 16:10 Trump keypti sér Teslu í mars, sem var hálfgerð stuðningsyfirlýsing við Musk. Nú vill hann selja bílinn. Getty/Andrew Harnik Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær. Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær.
Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira