„Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2025 21:28 Arnar Bergmann Gunnlaugsson nældi í sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands í kvöld. Mynd/Steve Welsh/Getty Images Arnar Bergmann Gunnlaugsson gat týnt fjölmargt jákvætt úr sigri íslenska karlalandsliðsins geng Skotlandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. Arnar Bergmann var að vinna sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska liðsins. „Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira