Yfirfara þurfi öryggismál við Brúará Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 13:01 Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu. Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“ Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“
Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira