Grófu látin og særð börn upp úr rústum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 19:33 Fyrir utan hina látnu er áætlað að um tvær milljónir Palestínumanna á Gasa séu á flótta eða á vergangi, meðal annars þetta fólk sem í dag var myndað í Rafah. AP Photo/Jehad Alshrafi Minnst 95 eru sagðir látnir í árásum Ísraelshers á Gasa síðasta sólarhringinn. Aðstandendur ísraelskra gísla í haldi Hamas kalla eftir að ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum. Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira