Var ekki rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun: Ég fór sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 08:30 Luana Alonso er búin að setja sundhettuna upp á hillu þrátt fyrir að vera bara tvítug. Hún náði þó að keppa á tveimur Ólympíuleikum. @luanalonsom Paragvæska sundkonan Luana Alonso kom sér í fréttirnar á Ólympíuleikunum í París í fyrra en þó ekki fyrir góðan árangur í sundlauginni heldur vegna þess sem gerðist utan hennar. Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sjá meira
Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sjá meira