„Erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 10:33 Formaður félagsins segir að húmor hafi vakið fyrir Þorbirningum frekar en pólitísk hugmyndafræði. Vísir/Samsett Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir félagið ekki lýsa yfir stuðningi við Donald Trump Bandaríkjaforseta með umdeildum derhúfum sem það setti í sölu í gær. Staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar segir að einingar innan félagsins séu sjálfstæðar en að málið verði skoðað. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik. Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik.
Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira