City að festa kaup á hinum eftirsótta Cherki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 14:30 Mörg stórlið hafa verið á eftir Rayan Cherki. Carl Recine/Getty Images Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku. Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti