ÍR og Njarðvík áfram taplaus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 21:21 Njarðvíkingar eru að gera flotta hluti. mynd/facebooksíða Njarðvíkur Nokkuð var um áhugaverð úrslit í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir bjargaði stigi undir lok leiks í Keflavík en það stefndi í að liðið yrði í fallsæti að leikjum kvöldsins loknum. ÍR og Njarðvík eru enn taplaus og Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu. Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02