Hvers vegna borga foreldrar í Kópavogi mest? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 10. júní 2025 12:32 Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun