Fullyrðing um slaufun verknámsskóla „kolröng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. júní 2025 13:52 Guðmundur Ingi Kristinsson er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Einar Barna- og menntamálaráðherra segir hliðrun þrjú hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu fjögurra verknámsskóla fram á næsta ár ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar. Annar áfangi framkvæmdanna hefjist í sumar. Forsætisráðherra segir að byggingarnar muni rísa fljótlega. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira