Þungi færist í árásir Rússa: „Þetta er orðið partur af okkar lífi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2025 14:27 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og blaðamaður er búsettur í Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Íslendingur í Kænugarði hefur ekki farið varhluta af auknum þunga árásum Rússa á borgina undanfarna daga. Árás Rússa á Kænugarð í Úkraínu í nótt var ein sú harðasta frá upphafi stríðsins. Hundruð dróna ullu skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar, og þá féllu tveir í árásum Rússa í Odessa. Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira