Reisa tuttugu bekki til minningar um Bryndísi Klöru Smári Jökull skrifar 10. júní 2025 22:31 Bekkurinn er bleikur sem var uppáhaldslitur Bryndísar Klöru. Vísir/Anton Brink Í dag var afhjúpaður bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur við Salalaug í Kópavogi. Alls verða tuttugu bekkir reistir í sveitarfélaginu en verkefnið hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“. Bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur var afhjúpaður við Salalaug í Kópavogi í dag. Bekkurinn er sá fyrsti af alls tuttugu bekkjum sem settir verða upp við íþróttamannvirki og skóla í Kópavogi á næstu vikum. Kópavogsbúinn Steinar Guðmundsson á frumkvæðið að verkefninu en það hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“ þar sem íbúar bæjarins gátu kosið um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í bænum. Foreldrar Bryndísar Klöru ásamt systur hennar vígðu bekkinn við Salalaug í dag.Vísir/Anton Brink „Hugmyndin í rauninni kemur þegar ég sá að samkeppnin fór af stað. Þetta var eitthvað sem snerti alla þessi atburður og ég velti fyrir mér hvernig væri hægt að vera með áminningu alltaf og þetta var lausnin,“ sagði Steinar þegar bekkurinn af afhjúpaður í dag. „Sjálfur á ég dætur á þessum aldri og vildi reyna að kenna þeim og minna aðra á að fara varlega. Ég vona að þetta verði áminning fyrir krakkana í hverfinu.“ Steinar var ánægður með útkomuna en sagði fyrstu drög að bekknum hafa verið teiknuð með hjálp gervigreindar. „Bekkurinn er alveg frábær, þetta kemur ótrúlega svipað út og ég er ánægður með útkomuna. Gaman að þetta geti verið í litunum hennar Bryndísar Klöru og ég er mjög stoltur af þessu,“ bætti Steinar við. Vona að verkefnið hjálpi til í baráttunni gegn ofbeldi Foreldrar Bryndísar Klöru, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, segja framtak sem þetta hafa mikla þýðingu. Þau voru viðstödd afhjúpunina í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs og Friðriki Baldurssyni garðyrkjustjóra. „Þetta er ótrúlega falleg hugmynd sem Steinar kom með í september. Okkur finnst frábært að Kópavogsbúar hafi kosið, bæði í efri og neðri byggðum, að hafa svona fallega minningu um Bryndísi okkar,“ sagði Birgir Örn í dag. Við afhjúpunina í dag. Frá vinstri Steinar Guðmundsson hugmyndasmiður verkefnisins, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Hægra megin eru Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson foreldrar Bryndísar Klöru og á milli þeirra Vigdís dóttir þeirra.Vísir/Anton Brink Iðunn bætti við að hún vonaðist til að verkefnið hefði forvarnargildi í framtíðinni. „Maður er að vona að krakkar hugsi til hennar og að svona eigi ekki að gerast. Að þetta hjálpi í baráttunni gegn ofbeldi.“ Kópavogur Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur var afhjúpaður við Salalaug í Kópavogi í dag. Bekkurinn er sá fyrsti af alls tuttugu bekkjum sem settir verða upp við íþróttamannvirki og skóla í Kópavogi á næstu vikum. Kópavogsbúinn Steinar Guðmundsson á frumkvæðið að verkefninu en það hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“ þar sem íbúar bæjarins gátu kosið um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í bænum. Foreldrar Bryndísar Klöru ásamt systur hennar vígðu bekkinn við Salalaug í dag.Vísir/Anton Brink „Hugmyndin í rauninni kemur þegar ég sá að samkeppnin fór af stað. Þetta var eitthvað sem snerti alla þessi atburður og ég velti fyrir mér hvernig væri hægt að vera með áminningu alltaf og þetta var lausnin,“ sagði Steinar þegar bekkurinn af afhjúpaður í dag. „Sjálfur á ég dætur á þessum aldri og vildi reyna að kenna þeim og minna aðra á að fara varlega. Ég vona að þetta verði áminning fyrir krakkana í hverfinu.“ Steinar var ánægður með útkomuna en sagði fyrstu drög að bekknum hafa verið teiknuð með hjálp gervigreindar. „Bekkurinn er alveg frábær, þetta kemur ótrúlega svipað út og ég er ánægður með útkomuna. Gaman að þetta geti verið í litunum hennar Bryndísar Klöru og ég er mjög stoltur af þessu,“ bætti Steinar við. Vona að verkefnið hjálpi til í baráttunni gegn ofbeldi Foreldrar Bryndísar Klöru, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, segja framtak sem þetta hafa mikla þýðingu. Þau voru viðstödd afhjúpunina í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs og Friðriki Baldurssyni garðyrkjustjóra. „Þetta er ótrúlega falleg hugmynd sem Steinar kom með í september. Okkur finnst frábært að Kópavogsbúar hafi kosið, bæði í efri og neðri byggðum, að hafa svona fallega minningu um Bryndísi okkar,“ sagði Birgir Örn í dag. Við afhjúpunina í dag. Frá vinstri Steinar Guðmundsson hugmyndasmiður verkefnisins, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Hægra megin eru Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson foreldrar Bryndísar Klöru og á milli þeirra Vigdís dóttir þeirra.Vísir/Anton Brink Iðunn bætti við að hún vonaðist til að verkefnið hefði forvarnargildi í framtíðinni. „Maður er að vona að krakkar hugsi til hennar og að svona eigi ekki að gerast. Að þetta hjálpi í baráttunni gegn ofbeldi.“
Kópavogur Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira